Enn ein helgin

Þegar loksins er komin hreyfing í tilveruna finnst mér það alveg drep hvað vikurnar líða hratt. Reyndar er þessi vika búin að vera frekar krefjandi líkamlega, svo helgarpásan er vel þegin :)

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá vinn ég við þrif hjá fyrirtæki sem lífnærir sig á öllum sortum af þrifum, en það er það sem gerir starfið skemmtilegt og fjölbreytt. "Skítur" hefur fengið aðra merkingu einhvernvegin því hann er til í svo mörgum formum. Allt í einu verður markmiðið - því meiri skítur - því meiri vinnugleði.

Geri mér alveg grein fyrir að þetta hlýtur að hljóma eitthvað skringilega en....svona er ég nú bara !! Auðvelt að skemmta mér ;)

En.....nú eru hvíldardagar framundan og ég ætla nú aldeilis að njóta þeirra. Og...auðvitað óska ég ykkur þess sama.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íris Erlingsdóttir
Íris Erlingsdóttir
Raufarhafnarstelpan sem býr í Svíþjóð núorðið

Eldri færslur

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband