Þegar loksins er komin hreyfing í tilveruna finnst mér það alveg drep hvað vikurnar líða hratt. Reyndar er þessi vika búin að vera frekar krefjandi líkamlega, svo helgarpásan er vel þegin :)
Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá vinn ég við þrif hjá fyrirtæki sem lífnærir sig á öllum sortum af þrifum, en það er það sem gerir starfið skemmtilegt og fjölbreytt. "Skítur" hefur fengið aðra merkingu einhvernvegin því hann er til í svo mörgum formum. Allt í einu verður markmiðið - því meiri skítur - því meiri vinnugleði.
Geri mér alveg grein fyrir að þetta hlýtur að hljóma eitthvað skringilega en....svona er ég nú bara !! Auðvelt að skemmta mér ;)
En.....nú eru hvíldardagar framundan og ég ætla nú aldeilis að njóta þeirra. Og...auðvitað óska ég ykkur þess sama.
Bloggar | 1.4.2011 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Deili með ykkur smá facebooksögu...
Mér skilst að það sé ekkert voðalega auðvelt að lesa út úr mínum statusum á facebook. Formálinn er sá að ég er nýkomin í vinnu eftir að hafa verið atvinnulaus í 2 ár og þá er auðvitað ekki alveg laust við að tilveran klifri upp í himnaríkið.
Það ætti samkvæmt öllu eðlilegu að vera auðvelt fyrir þá sem þekkja mann best að túlka þessa blessuðu statusa hjá manni en um daginn fékk Arna systir nóg !!
"Hvað á maður að lesa út úr síðustu statusum hjá þér... heimtar lag spilað við jarðaförina þína..... vírusar gera árás - núna ertu ofdekruð.. er mássi nokkuð að brugga " góð ráð dýr"??;)" spurði hún þokkalega örvæntingafull ;)
Ég svaraði auðvitað með: Allt að gerast í himnaríkinu :))
Hvernig er ykkur eiginlega að takast að túlka ;)
Bloggar | 31.3.2011 | 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jájá...
Það eru aðeins rúm tvö ár síðan ég bloggaði síðast á íslensku en held bara svei mér þá að það sé komin tími til að taka upp á því aftur
Facebook kom á milli og sló mig aðeins út af laginu. Nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hef þörf fyrir að skrifa af mér allt mögulegt og því ekki um lífið og tilveruna í Svíþjóð svo.....here we go.
Ætla nú ekkert að hafa þetta fyrsta inlegg neitt langdregið. Þarf að kynnast þessu umhverfi hérna aðeins nánar. En......mjög fljótlega verð ég sennilega komin á rífandi siglingu og auðvitað er öllum velkomið að vera með.
Bloggar | 31.3.2011 | 17:29 (breytt kl. 17:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)